Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Jólakveðja frá starfsfólki ENOR
Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Jólakveðja frá starfsfólki ENOR
Enor ehf. er endurskoðunarfyrirtæki sem stofnað var í júní 2012 og byggir á áralangri reynslu starfsmanna þess á sviði endurskoðunar og tengdrar þjónustu. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar faglega og góða þjónustu og höfum á að skipa starfsfólki með mikla starfs- og verkefnareynslu.
Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri en við erum einnig með starfsstöðvar á Húsavík og í Reykjavík.
Hjá Enor starfa sex löggiltir endurskoðendur.
Enor ehf. hefur hlotið starfsleyfi sem endurskoðunarfyrirtæki frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Gildin okkar eru: Þekking - Framsækni - Traust - Áreiðanleiki
Við hjá Enor leggjum mikið upp úr samvinnu og höfum á að skipa öflugu teymi sem hefur unnið mikið saman og hefur mikla reynslu af fjölbreyttum verkefnum auk samskipta við endurskoðendur og viðskiptavini erlendis.
Enor er aðili að Praxity sem eru stærstu samtök sjálfstæðra endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækja á heimsvísu (alliance). Enor er tengiliður (Correspondent) Praxity á Íslandi. Með aðild að Praxity getum við tryggt viðskiptavinum okkar faglega þjónustu, staðbundna þekkingu og stuðning í þeirra alþjóðlegu viðskiptum.
Nánari upplýsingar um Praxity má finna á heimasíðu samtakanna, www.praxity.com.
Endurskoðunarverkefni Enor eru unnin í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Til þess að tryggja gæði og samkvæmni í vinnu okkar hefur Enor sett upp gæðakerfi sem heldur utan um ábyrgð, verklag og framkvæmd gæðamála hjá félaginu ásamt þeim siða- og verklagsreglum sem félagið hefur sétt sér. Gæðakerfið styður við innri og ytri endurskoðunarverkefni félagsins.
Samkvæmt lögum nr. 94 / 2019 um endurskoðendur og endurskoðun og reglugerð ESB nr. 537/2014, skulu endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem hafa með höndum endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum, árlega birta á vefsíðu sinni skýrslu um gagnsæi. Í skýrslu ENOR um gagnsæi koma fram upplýsingar um gæðakerfi félagsins en skýrslurnar má nálgast hér að neðan.
Og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki
Hafa sambandENOR er aðili að Praxity sem eru stærstu samtök sjálfstæðra endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækja á heimsvísu (alliance). Enor er tengiliður (Correspondent) Praxity á Íslandi. Með aðild að Praxity getum við tryggt viðskiptavinum okkar faglega þjónustu, staðbundna þekkingu og stuðning í þeirra alþjóðlegu viðskiptum.
Gæðamál eru okkur mikilvæg. Samkvæmt lögum nr. 94 / 2019 um endurskoðendur og endurskoðun og reglugerð ESB nr. 537/2014, skulu endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem hafa með höndum endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum, árlega birta á vefsíðu sinni skýrslu um gagnsæi. Í skýrslu ENOR um gagnsæi koma fram upplýsingar um gæðakerfi félagsins.
Nýjustu gagnsæisskýrslu félagsins má nálgast á linknum hér fyrir neðan en eldri skýrslur má nálgast hér.