Við veitum faglega og trausta þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattamála og ráðgjafar. Við tökum vel á móti þér!
Við veitum faglega og trausta þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattamála og ráðgjafar. Við tökum vel á móti þér!
ENOR er umhugað um persónuvernd og eru trúnaður og öryggi þeirra upplýsinga sem við meðhöndlum lykilþáttur í starfsemi okkar. Við leggjum okkur fram um að tryggja óhæði og trúnað, vernd og réttmæta notkun persónuupplýsinga og viljum að starfsfólk okkar, viðskiptavinir og þjónustuaðilar séu upplýstir um það hvernig við höldum utan um slíkar upplýsingar.
ENOR vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili fyrir hönd viðskiptavina sinna. ENOR safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög, reglur og samninga. ENOR safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að veita viðskiptavinum sínum þá ráðgjöf eða þjónustu sem óskað er eftir hverju sinni.
Við skuldbindum okkur til þess að afhenda aðeins persónuupplýsingar eða önnur gögn með samþykki viðskiptavina okkar eða eftir fyrirmælum þeirra nema lög og reglur kveði á um að okkur beri að veita slíkar upplýsingar til opinberra aðila. Heimild okkar til söfnunar og notkunar persónuupplýsinga skal byggð á samningi við viðskiptavini okkar, lagalegri skyldu og eða upplýstu samþykki þeirra.
Vinnsluaðilar sem þjónusta ENOR geta haft aðgang að persónuupplýsingum í gegnum vinnslu sína en þar á meðal eru upplýsingafyrirtæki sem sjá um rekstur og hýsingu þeirra upplýsingakerfa sem við notum.
Vefsíða okkar notar vafrakökur en í því felst að upplýsingum er safnað um notendur til þess að bæta virkni og notkunarmöguleika vefsins. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna í vafrakökustefnu á vefsíðunni.
Mikilvægt er að viðskiptavinir félagsins séu meðvitaðir um rétt sinn varðandi meðhöndlun og notkun persónuupplýsinga. Almennt ber viðskiptavinum okkar engin skylda til þess að afhenda ENOR neinar persónuupplýsingar en það kann þó að vera nauðsynlegt til þess að við getum sinnt þeirri ráðgjöf eða þjónustu sem óskað er eftir hverju sinni.
Viðskiptavinir okkar hafa fullan rétt á að fá upplýsingar um það hvaða gögn tengd þeim eru geymd hjá ENOR. Viðskiptavinir okkar hafa einnig rétt á að upplýsingar um þá séu leiðréttar komi upp misræmi eða villur í þeim.
Viðskiptavinir okkar eða einstaklingar tengdir þeim kunna einnig að eiga rétt á því að öllum upplýsingum um sig sé eytt en þó ber að hafa í huga að lagalegar kröfur geta verið til staðar um varðveislu gagna í ákveðinn tíma.
ENOR leggur mikla áherslu á trúnað og að tryggt sé að varðveisla persónuupplýsinga sé örugg. Viðeigandi tæknilegar öryggisráðstafanir eru gerðar til þess að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem við vistum og vinnum með á hverjum tíma. ENOR varðveitir persónuupplýsingar og aðrar upplýsingar viðskiptamanna sinna á meðan viðskiptasamband er í gildi, nema lög og reglur kveði á um lengri geymslutíma.
Spurningum eða athugasemdum varðandi persónuverndarstefnuna eða utanumhald þinna persónu-upplýsinga hjá ENOR má beina til persónuverndarfulltrúa ENOR, á netfangið enor@enor.is.
Ágreiningi eða kvörtun er einnig heimilt að beina til Persónuverndar, www.personuvernd.is.
Persónuverndarstefnan var yfirfarin og uppfærð 24. október 2022
Og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki
Hafa sambandENOR er aðili að Praxity sem eru stærstu samtök sjálfstæðra endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækja á heimsvísu (alliance). Enor er tengiliður (Correspondent) Praxity á Íslandi. Með aðild að Praxity getum við tryggt viðskiptavinum okkar faglega þjónustu, staðbundna þekkingu og stuðning í þeirra alþjóðlegu viðskiptum.
Gæðamál eru okkur mikilvæg. Samkvæmt lögum nr. 94 / 2019 um endurskoðendur og endurskoðun og reglugerð ESB nr. 537/2014, skulu endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem hafa með höndum endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum, árlega birta á vefsíðu sinni skýrslu um gagnsæi. Í skýrslu ENOR um gagnsæi koma fram upplýsingar um gæðakerfi félagsins.
Nýjustu gagnsæisskýrslu félagsins má nálgast á linknum hér fyrir neðan en eldri skýrslur má nálgast hér.